Ólafur Hólm Einarsson 17.06.1914-06.06.2010

<p>... Ólafur missti föður sinn, þegar hann var rétt eins árs, en þegar hann var um 6 ára gamall, 1920, giftist Gíslína móðir hans Jóni Halldórssyni (1889-1973). Jón starfaði í Gasstöðinni í Reykjavík og hóf Ólafur störf þar um 17 ára gamall og gerðist lærlingur í pípulögnum og varð síðar meistari í þeirri iðn. Hann hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur við stofnun hennar og var þar yfirverkstjóri. Þar lét hann af störfum árið 1984, þegar hann varð sjötugur, eftir rúmlega 40 ára starf.</p> <p>Ólafur byrjaði ungur að leika á hljóðfæri, var m.a. í Harmonikkufélagi Reykjavíkur og Lúðrasveitinni Svaninum, en lengstum lék hann á trommur fram til ársins 1955 og þá með ýmsum harmonikkuleikurum, þar á meðal Braga Hlíðberg og Halldóri frá Kárastöðum. Einnig lék hann um tíma í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Og trommuleikinn hóf hann að nýju, er hann flutti í búsetu á Hrafnistu í Hafnarfirði, þá orðinn níræður, og lék með DAS bandinu á dansleikjum á hverjum föstudegi í þrjú ár...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 19. maí 1910, bls. 19</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar Trommuleikari
Lúðrasveitin Svanur

Tengt efni á öðrum vefjum

Pípulagningameistari og trommuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2015