Eiríkur Bjarnason 1704-19.11.1791

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1727 eða 28. Varð djákni á Þingeyrum 1729. Vígðist að Miðgarðakirkju í Grímsey 19. apríl 1733 en þoldi ekki að vera þar og var fluttur sjúkur til baka 1735 og varð þá aðstoðarprestur að Hrafnagili. Fékk Eyjadalsá 28. september 1742, Skorrastaði 12. október 1747, Þvottá 1751-1755. Gegndi preststörfum á Stað í Grindavík veturinn 1755-56 og fékk loks Hvalsnesþing 10. desember 1755 og lét af störfum 1767. Gegndi stundum afleysingastörfum eftir það í forföllum. Talinn vel gefinn og vandaður en alltaf sárfátækur og þótti mönnum ekki mikið til hans koma.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 398-99.

Staðir

Skorrastarðakirkja Prestur 12.10.1747-1751
Þvottárkirkja Prestur 1749-1755
Hvalsneskirkja Prestur 1756-1766
Miðgarðakirkja Prestur 1733-1735
Hrafnagilskirkja Aukaprestur 1735-1742
Eyjadalsárkirkja Prestur 28.09.1742-1747

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.06.2014