Illugi Vigfússon -1692

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1658. Fór utan sama ár og fékk lofsamleg meðmæli Brynjólfs biskups. Hann var skráður í tölu stúdenta við háskólann í Kaupmannahöfn 15. apríl 1659 og kom til landsins árið eftir. Vígðist aðstoðarprestur föður síns 19. október 1662 og fékk Setberg eftir lát hans 1669 og hélt til æviloka. Var "fallega að sér og gáfumaður" en hneigðist mjög til ofdrykkju á efri árum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 391.

Staðir

Setbergskirkja Aukaprestur 10.10.1662-1669
Setbergskirkja Prestur 1669-1692

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2015