Sigurður Sveinn Þorbergsson 20.01.1963-

Foreldrar: Þorbergur Sveinsson, húsasmíðameistari í Neskaupstað, f. 30.11.1923 á Barðsnesi, Norðfjarðarhr., S. Múl., og k. h. Ingibjörg Símonardóttir, verkakona, f. 15. júní 1935 í Neskaupstað.

Námsferill: Gekk í barna- og framhaldsskóla í Neskaupstað og lauk námi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík 1984; lauk námi frá Tónskóla Neskaupstaðar 1980, fullnaðarprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík 1984 og AGSM-prófi frá Guildhall School of Music and Drama í London, Englandi 1989.

Starfsferill: Var rafgítarleikari í Kvöldverði á Nesi 1978-1983; básúnuleikari í hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1983; í Caput hópnum frá 1989 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1989; í Kvintett Corretto frá 1993; var ophicleide-leikari í London Ophicleide-Ensemble 1986-1989; básúnukennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá 1989 og við Lúðrasveit Grafarvogs frá 1993; var bassasöngvari í Kór íslenska safnaðarins í London 1984-1989; í IVE söngkvartett í London; í kór Skálholtshátíða 1990-1995 og með Voces Thules 1996-1998; var verkamaður í ýmsum sumarsrörfum, s.s. í frystihúsi, í slipp, við húsamálun og var bæjarstarfsmaður í Neskaupstað; var skrífstofumaður hjá Íslensku hljómsveitinni 1984.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 239. Sögusteinn 2000.

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -1984
Tónskóli Neskaupstaðar Tónlistarnemandi -1980
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -1984
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi 1984-1989
Tónskóli Sigursveins Básúnukennari 1989-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Básúnuleikari 1989
Sinfóníuhljómsveit Íslands Básúnuleikari 1989
Skólahljómsveit Grafarvogs Tónlistarkennari 1993
Voces Thules Söngvari 1996 1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Básúnukennari, básúnuleikari, háskólanemi, nemandi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.04.2015