Helgi Steingrímsson 13.06.1943-15.08.2020

<p>Helgi skilur eftir sig litríkt æviverk, ekki síst á tónlistarsviðinu, en hann var flínkur og eftirsóttur gítarleikari í danshljómsveitum. Bróðir Helga, Þórir Steingrímsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, er þremur árum yngri en Helgi, og minnist meðal annars sögufrægs dansleiks hljómsveitar þeirra bræðra og annarra, á Ströndum árið 1962: „Tuttugu árum síðar þegar ég gerði mér ferð norður á Strandir voru menn enn að tala um þetta ball í Gjögri, sem Ballið með stóra B-inu. Við tæmdum sveitina því hver einasti íbúi á svæðinu, 180 talsins, kom á ballið,“ segir Þórir.</p> <p>Sjálfur lék Þórir á trommur en Helgi var, sem fyrr segir, annálaður gítarleikari. „Helgi var mjög fær og eftirsóttur gítarleikari, ekki síst vegna þess hvað hann var vel inni í þessum slögurum sem voru vinsælir,“ segir Þórir, en í lagavalinu kvað mikið að hinni vinsælu hljómsveit, Shadows. Lagði Helgi sig mikið fram um að stúdera tónlist og stíl sveitarinnar.</p> <p>Tónlistarferill Helga hófst í skólahljómsveit í Reykjaskóla en þeir stofnuðu upp úr 1960 hljómsveitina Brúartríóið sem spilaði við góðan orðstír á sveitaböllum og réttarböllum á norðurlandi. Síðar spilaði Helgi með þekktum hljómsveitum, má þar nefna hljómsveitirnar Erni og Hauka. Hann átti í samstarfi við marga þjóðþekkta tónlistarmenn, til dæmis Vilhjálm Vilhjálmsson og Engilbert Jensson, svo fáir séu nefndir.</p> <p>Helgi starfaði lengi sem skrifstofumaður og skrifstofustjóri hjá Loftleiðum. Hann lagði gjörva hönd á margt, kom til dæmis að bókaútgáfu og ritstjórn, sem og hljómplötuútgáfu...</p> <p align="right">Úr minningargrein á DV.is 17. ágúst 2020</p> <p></p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Haukar Gítarleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2020