Eygló Helga Haraldsdóttir 19.01.1942-13.03.2015

<p>... Eygló var fædd og uppalin í Reykjavík. Hún stundaði nám við Laugarnesskólann, Lindargötuskóla og Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. Lauk landsprófi og seinna stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1962, samtímis námi við Tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p>Áður en Eygló hóf píanónám, kornung, var hún i fiðlusveit Laugarnesskólans sem Ingólfur Guðbrandsson stofnaði og stjórnaði.</p> <p>Eygló hóf píanónám við Tónlistarskólann í október 1953. Hún hafði áður stundað nám í einkatímum, meðal annars hjá Gunnari Sigurgeirssyni. Í tónlistarskólanum voru Hermína Kristjánsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Árni Kristjánsson og Jón Nordal meðal kennara hennar í píanóleik. Hún stundaði nám við skólann í tólf ár. Síðar sótti hún fjölmörg námskeið í píanóleik, ekki síst píanókennslu.</p> <p>Á þessu vori eru 50 ár liðin síðan hún útskrifaðist ein þeirra þriggja, sem fyrst luku námi við nýja píanókennaradeild Tónlistarskólans vorið 1965. Haustið sama ár hóf hún kennslu við skólann. Jafnan kenndi hún einnig ungum nemendum utan skólans og lagði alla tíð sérstaka rækt við byrjendakennslu.</p> <p>Eygló kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík allt til haustsins 1993 eða í tæplega þrjá áratugi en það haust fluttu þau hjónin til starfa við sendiráð Ís- lands í Noregi. Þau störfuðu að mestu erlendis sem fulltrúar Ís- lands í Noregi, Kína, Kanada og Færeyjum fram í ársbyrjun 2009...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 21. maí 2015, bls. 21.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1953-10-1965
Tónlistarskólinn í Reykjavík Píanókennari 1965-1963

Skjöl


Píanókennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.05.2015