Eva Mjöll Ingólfsdóttir (Eva Ingolf) 22.06.1962-

<p>Eva Mjöll Ingólfsdóttir hóf reglubundið fiðlunám sjö ára gömul. Fyrir tvítugt lá leið hennar í Tónlistarháskólann í Brussel, þar sem prófessor Leon Ara var kennari hennar í þrjú ár. Hún nam í Genf hjá Corrado Romano og síðar hjá Istvan Parkanyi við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, og sótti sumarnámskeið hjá Tibor Varga, Zachar Bron, Victor Pikaisen og Stephan Gheorghiu. Af tengslum við þessa listamenn leiðir að fiðluleikur hennar ber keim af hinum austurevrópska og rússneska skóla með slípuðum og fíngerðum, en jafnframt tilfinningaþrungnum tóni.</p> <p>Eva Mjöll bjó um skeið í Japan þar sem hún efndi til tónleika sem hlutu mikið lof, en efni þeirra var hljóðritað á fyrsta geisladisk hennar árið 1995. Annar geisladiskur kom út árið 1998. Eva Mjöll stundaði um tíma nám í tónsmíðum, hljómsveitarritun- og stjórn við Harvard háskólann í Boston. Hun býr nú í New York borg.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 24. ágúst 2010.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013