Bjarni Helgason -1601

Prestur. Kemur fyrst við sögu 20. maí 1545 og er þá prestur. Segist hann hafa verið prestur í Undirfelli í 19 ár. Hann var þar sannanlega 1571. Síðar varð hann prestur á Tjörn á Vatnsnesi en 1588 er hann kominn á framfæri presta biskupsdæmisins. Sjá má í reikningabók Guðbrands biskups Þorlákssonar að styrktarveislur hafa verið haldnar fyrir hann, síðast 1601, árið sem hann dó.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 171.

Staðir

Undirfellskirkja Prestur 16.öld-16.öld
Tjarnarkirkja Prestur 16.öld-1588

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.05.2016