Magnús Sæmundsson 1718-07.02.1780

Prestur.Stúdent 1742 frá Skálholtsskóla. Fékk Þingvelli 3. október 1745, átti að vísu of snemma barn með konu sinni en fékk amtmannsleyfi til að þjóna áfram þar til hann fengi uppreisn æru. Fékk uppreisn 1747 og leyfi til að halda sama prestakalli og hélt til æviloka er hann drukknaði í Þingvallavatni 1780. Hann var vel gefinn maður, skáldmæltur og vinsæll. Þekktur hestamaður. Um hann er vísan alkunna: Séra Magnús settist upp á Skjóna.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 461.

Heimildum ber ekki saman um prestinn í vísunni. Sr. Bjarni Þorsteinsson segir hana orta um sr. Magnús Erlendsson, prest á Hrafnagili og afa Péturs Guðjónssonar, organista.

Staðir

Þingvallakirkja Prestur 03.10.1745-1780

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2014