Magnús Einarsson 1675 um-23.02.1728

Prestur. Lærði í Hólaskóla, missti prestskaparréttindi vegna lausaleiksbrots. Fékk uppreisn og vorið 1706 vígðist hann aðstoðarprestur föður síns í Garði, fékk Húsavík 16. febrúar 1712 og hélt til æviloka en hann drukknaði út af Tjörnesi. Talinn vel gefinn, búsýslumaður og karlmenni. Átti í nokkrum deilum við Jón greipaglenni Einarsson á Skinnastöðum en sættust heilum sáttum 1713.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 414.

Staðir

Garðskirkja Aukaprestur 1706-1712
Húsavíkurkirkja Prestur 16.02.1712-1728

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.10.2017