Ásgeir Óskarsson 16.07.1953-

Ásgeir er einn virtasti trommari á Íslandi og hefur hann spilað með flestum af þekktustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins. Hann hefur gefið 3 plötur út sjálfur, Veröld smá og stór, Áfram og Sól og spilað inná yfir 400 geislaplötur. Nokkrar þær hesltu er:

 • Allar útgefnar plötur með Stuðmönnum, fyrir utan 2,
 • allar plötur með Þursaflokknum,
 • nokkrar með Bubba,
 • Björgvini Halldórs,
 • Ladda,
 • HLH flokknum,
 • Björgvini Gíslasyni,
 • Vinum Dóra,
 • K.K. og Magga Eiríks,
 • Rúnari Júlíussyni,
 • Herberti Guðmundssyni,
 • Pelican,
 • Ómari Óskarssyni og
 • Sverri Stormsker.

Einnig hefur Ásgeir spilað á plötur með eftirfarandi listamönnum: Mugison, Pétri Ben, Megasi, Sálinni, SSSól, Tríói Björns Thoroddsen, Gunnari Þórðarsyni, Mannakorni, Brimkló, Agga Slæ og Tamlasveitinni, Sniglabandinu, Ragnheiði Gröndal, Hilmari Oddsyni, Greifunum, Dúkkulísunum, Agli Ólafssyni, Valgeiri Guðjónssyni, Bergþóru Árnadóttur, Rúnari Þór, Eiríki Haukssyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Islandicu, Herdísi Hallvarðsdóttur, Páli Rósinkrans, Magnúsi Þór Sigmundssyni, Gísla Helgasyni, Kanga, Hálft í hvoru, Geirmundi Valtýssyni, Inga Gunnari, Pinetop Perkins, Labba í Mánum, Önnu Halldórs, Spöðunum, Hauki Heiðari, Graham Smith, Frökkum, Egó, Jolli og Kóla, Pálma Gunnarssyni, Guðmundi Árnasyni, Örvari Kristjánssyni, Fjörefni, Þokkabót, Einari Vilbergssyni, Eik, Paradís, Pelican, Icecross ásamt mörgum öðrum.

Ásgeir tekið þátt í tónlist fjölda leiksýninga og kvikmynda og hlotið þó nokkrar viðurkenningar yfir ævina, svo sem tónlistarverðlaun fyrir trommuleik auk þess sem hann var gerður heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2008.

Af FaceBook síðu Ásgeirs (desember 2013).

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Aggi Slæ og Tamlasveitin Trommuleikari 1994-01 1997-11-08
Arfi Trommuleikari 1969-07 1969-11
Ástarkveðja Trommuleikari 1973
Eik Trommuleikari 1977 1978
Eik Trommuleikari 2000 2000
Gullkistan Trommuleikari 2011
Icecross Trommuleikari 1972
Menningin Trommuleikari 1967 1968
Mods Trommuleikari 1969-11
Paradís Trommuleikari 1975-12 1977
Pelican Trommuleikari 1973
Pelican Trommuleikari 1987-11
Rifsberja Trommuleikari 1971-07
Scream Trommuleikari 1968 1969
Stuðmenn Trommuleikari 1981
Tríó Björns Thoroddsen Trommuleikari 1995

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og trommuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.07.2016