Sigurður Högnason 1730-1800

Stúdent 26. maí 1751. Varð djákni á Breiðababólstað 1751 og fékk Ása í Skaftártungum 8. febrúar 1755. Í Skaftáreldum 1783 flýði SIgurður Ása og settist að á eignarjörð sinni Ytri-Sólheimum og baðst lausnar árið 1784. Var þar til æviloka. Búsýslumaður og fékk verðlauk frá kóngi 1790 fyrir túngarðahleðslu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 227.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Djákni 1751-1755
Ásakirkja Prestur 08.02.1755-1784

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.01.2014