Guðrún Á. Símonardóttir (Guðrún Á. Símonar) 24.02.1924-28.02.1988
<p>Guðrún fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1924, dóttir hjónanna Símonar Johnsen Þórðarsonar lögfræðings og Ágústu Pálsdóttur. Hún stundaði fyrst söngnám hjá Sigurði Birkis, en síðan söng- og leiklistarnám og nám í skyldum greinum í „The Guildhall School of Musie and Drama“ í London 1946 til 1950. Næstu tvö ár var hún við nám í „The English Opera Studio“. öll dvalarárin í London var Guðrún við söngnám í einkatímum hjá Lorenzo Medea í Wigmore Hall auk þess sem hún stundaði háskólanám í ensku. Hún var við söngnám á ítalíu hjá Carmen Melis í Milanó til 1954.</p>
<p>Guðrún Á. Símonar hélt fjölmarga tónleika í mörgum löndum, svo sem í Danmörku, Noregi, Bretlandi, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum, Kanada og Íslandi. Hún söng í útvarp og sjónvarp og sígild lög og létt lög á hljómplötur. Hún söng aðalhlutverk í óperum, meðal annars Tosca úr samnefndri óperu, Mímí í La Boheme, Santuzza í Cavalleria rusticana, Rósalindu í Leðurblökunni, Sertínu í Ráðskonuríkinu og Amor í Orfeus og Evridís. Hún kom fram sem einsöngvari hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og hljómsveit ríkisútvarpsins. Guðrún var heiðusborgari Winnipeg-borgar og var sæmd skjaldarmerki borgarinnar úr gulli. Hún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Árið 1973 kom út ævisaga hennar, Guðrún Á. Símonar skráð af Gunnari M. Magnúss, „Eins og ég er klædd“.</p>
<p>Guðrún giftist árið 1960 Garðari Forberg. Þau skildu árið 1967. Guðrún lætur eftir sig uppkominn son, Ludvig Kára Forberg.</p>
<p align="right">Dánarfregn í Morgunblaðinu 2. mars 1988, bls. 72.</p>
Staðir
Guildhall School of Music and Drama | Háskólanemi | 1946-1950 |
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum
- Blómum rigndi. Bergþóra Jónsdóttir. Morgunblaðið. 2. nóvember 2003, bls. 22
- Dánarfregn. Morgunblaðið. 2. mars 1988, bls. 72
- Eins og ég er klædd - Guðrún Á. Símonar. Gunnar M. Magnúss skráði 1973
- Minningar. Morgunblaðið. 9. mars 1988, bls. 22-23
- Wikipedia.is
- YouTube
- Óperan nemur land. Sveinn Einarsson. Morgunblaðið. 19. mars 1988, bls. B6
- Útgefin hljóðrit á Tónlist.is
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.10.2016