Sigurður Ármann Árnason (Siggi Ármann) 09.07.1973-22.05.2010

Siggi Ármann ólst upp og bjó lengst af í Kópavogi, þar sem hann lauk grunnskólaprófi frá Snælandsskóla. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík í tvö ár en lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1995. Siggi Ármann vann ýmis störf með menntaskólanámi, en fékk 18 ára gamall mikinn áhuga á líkamsrækt, sem hann stundaði alla tíð síðan með góðum árangri. Hann varð mjög vel að sér í þeim efnum og lauk einkaþjálfaraprófi og starfaði nokkuð sem slíkur. Hans aðalstarf var þó við tónlist. Ungur lagði hann fyrir sig gítarleik, söng og tónsmíðar og varð kunnur tónlistarmaður. Hann hélt fjölda tónleika, svo sem á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og í Berlín sumarið 2008 í tilefni af útgáfu heimildarmyndarinnar „The Sound of My Life“ eftir kvikmyndagerðarkonuna Weru Uschakowu. Siggi Ármann gaf út þrjá hljómdiska, þann fyrsta árið 2001, m.a. í samvinnu við bróður sinn Örnólf Kristjánsson, Sigtrygg Baldursson, Jóhann Jóhannsson og liðsmenn Sigur Rósar, einkum Kjartan Sveinsson. Haustið 2002 fylgdi Siggi Ármann Sigur Rós í tónleikaferð til Bandaríkjanna, þar sem hann hitaði upp á tónleikum hljómsveitarinnar. Siggi Ármann hafði nær lokið upptökum á nýjum hljómdiski er hann lést.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 2. júní 2010, bls. 22.


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari og lagahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.06.2014