Gunnar Pálsson 14.09.1902-31.01.1996

Gunnar Pálsson var búsettur í Bandaríkjunum í áratugi, en hann var m.a. kunnur hér á landi fyrir flutning sinn á laginu "Sjá dagar koma". Gunnar fæddist 14. september árið 1902. Hann hélt ungur til Bandaríkjanna og nam þar söng. Eftir heimkomuna bjó hann um hríð á Akureyri, þar sem hann söng með Karlakórnum Geysi og er söng hans að finna á hljómplötum með kórnum. Hann flutti til Reykjavíkur og starfaði á aðalskrifstofu Ríkisútvarpsins á fyrstu starfsárum þess, var einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur og söng oft í útvarpinu. Gunnar fluttist aftur til Bandaríkjanna undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari og bjó fyrst í New York, en síðar í Flórída. Dönsk eiginkona hans, Else Hoffmann, lést fyrir um áratug, en þau hjón eignuðust tvo syni, sem báðir eru búsettir í Flórída.

Morgunblaðið 3. febrúar 1996.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 30.09.2016