Ragnar Fjalar Lárusson 15.06.1927-26.06.2005

<p>Prestur. Stúdent frá MA 1948 og cand. theol. frá HÍ 25. janúar 1952. Námskeið við prestaskóla á Jótlandi 1981. Veitt Hofsósprestakall 11. júní 1952 frá og með 1. sama mánaðar að telja. Vígður 6. júlí sama ár. Veittur Siglufjörður 1. febrúar 1955. Skipaður sóknarprestur í Hallgrímskirkju 1. desember 1967 frá 1. janúar 1968. Veitt lausn frá embætti 1. júlí 1997 settur til þjónustu frá 1. nóvember 1997 til 1. febrúar 1998. Settur prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. ágúst til 30. september 2000. Þjónaði á sjúkraheinilum um skeið. Afkastamikill biblíusafnari.

Staðir

Hofsóskirkja Prestur 11.06. 1952-1955
Siglufjarðarkirkja Prestur 01.02. 1955-1967
Hallgrímskirkja Prestur 01.12. 1967-1998

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.12.2018