Brynhildur Ásgeirsdóttir 05.01.1965-

<p>Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari lauk kennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 undir leiðsögn Jónasar Ingimundarsonar og stundaði framhaldsnám í Hollandi hjá Herman Uhlhorn og Jan M. Huizing. Hún sótti einnig tíma í semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur og ljóðameðleik hjá Gerrit Schuil við Söngskóla Sigurðar Demetz.</p> <p>Bryndís hefur starfað með Mótettukór Hallgrímskirkju, Söngsveitinni Fílharmoníu og starfaði um árabil sem meðleikari í Söngskóla Sigurðar Demetz. Í dag kennir hún við Tónlistarskóla Kópavogs og Allegro Suzuki tónlistarskólanum. Anna og Brynhildur hafa starfað saman undanfarin ár og tóku síðast þátt í tónleikaröðinni 15:15 í Norræna húsinu vorið 2010 þar sem þær fluttu meðal annars ljóðaflokkinn Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg og sönglög eftir H. Duparc.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 30. ágúst 2011.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013