Árni Björnsson 23.12.1905-03.07.1995

Árni fæddist á Lóni í Kelduhverfi á Þorláksmessu 1905. Foreldrar hans voru Björn Guðmundsson, hreppstjóri í Lóni, og k.h., Bjarnína Ásmundsdóttir. Björn var sonur Guðmundar í Lóni, bróður Árna í Lóni, sem var kvæntur Önnu, systur Bjargar, konu Guðmundar. Sonur Árna og Önnu var Kristján, faðir Árna píanóleikara, föður Kristjáns rithöfundar.

Eiginkona Árna var Helga Þorsteinsdóttir og eru dætur þeirra Katrín, fyrrv. fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni og fiðlukennari, og Björg, leikkona, leiklistarkennari og leiksstjóri í í Surrey í Englandi. Sonur Katrínar er Árni Jón, hagfræðingur og söngvari, en meðal sona hans er Kjartan, upprennandi túbuleikari. Synir Bjargar eru Halli, virt tónskáld í kvikmyndatónlist, búsettur í Los Angeles, og Gunnar, leikari í London sem hefur leikið mikið fyrir BBC og í breska þjóðleikhúsinu.

Árni stundaði nám við Tónlistarskólanum í Reykjavík 1930-35, lauk burtfararprófi í píanóleik 1935 og var í framhaldsnámi í Royal Manchester College of Music í Englandi 1944-46 en aðalnámsgreinar hans þar voru flautu- og píanóleikur auk náms í kammertónlist, undirleik, tónfræði og tónsmíðum. Hann lauk þriggja ára námi á tveimur árum og útskrifaðist sem ARMCM.

Árni var kennari í Tónlistarskólanum í Rvík 1946-52, lék með Útvarpshljómsveitinni 1946-50, Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-52 og Lúðrasveit Reykjavíkur.

Meðal tónsmíða Árna eru hljómsveitarsvítan Upp til fjalla; hljómsveitarverkið Tilbrigði við frumsamið rímnalag; tónlist við Nýársnóttina, leikrit Indriða Ein- arssonar; Rómönsur fyrir fiðlu og píanó; Pínósónata; Lítil svíta fyrir strengjasveit, fleiri hundruð sönglög og fjöldinn allur af mörsum fyrir lúðrasveitir en hann vann til verðlauna á þeim vettvangi, hér á landi og erlendis.

Árni var heiðursfélagi Tónskáldafélags Íslands og Bandalags íslenskra lúðrasveita.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 23. desember 2014, bls. 49.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1930-1935
Konunglegi tónlistarháskólinn í Manchester Tónlistarnemandi 1944-1946
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1946-1952

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Píanóleikari 194611 1957-04/05

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 22.01.2020