Árni Björnsson 23.12.1905-03.07.1995

Árni fæddist á Lóni í Kelduhverfi á Þorláksmessu 1905. Foreldrar hans voru Björn Guðmundsson, hreppstjóri í Lóni, og k.h., Bjarnína Ásmundsdóttir. Björn var sonur Guðmundar í Lóni, bróður Árna í Lóni, sem var kvæntur Önnu, systur Bjargar, konu Guðmundar. Sonur Árna og Önnu var Árni píanóleikari, faðir Kristjáns rithöfundar.

Eiginkona Árna var Helga Þorsteinsdóttir og eru dætur þeirra Katrín, fyrrv. fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni og fiðlukennari, og Björg, leikkona, leiklistarkennari og leiksstjóri í í Surrey í Englandi. Sonur Katrínar er Árni Jón, hagfræðingur og söngvari, en meðal sona hans er Kjartan, upprennandi túbuleikari. Synir Bjargar eru Halli, virt tónskáld í kvikmyndatónlist, búsettur í Los Angeles, og Gunnar, leikari í London sem hefur leikið mikið fyrir BBC og í breska þjóðleikhúsinu.

Árni stundaði nám við Tónlistarskólanum í Reykjavík 1930-35, lauk burtfararprófi í píanóleik 1935 og var í framhaldsnámi í Royal Manchester College of Music í Englandi 1944-46 en aðalnámsgreinar hans þar voru flautu- og píanóleikur auk náms í kammertónlist, undirleik, tónfræði og tónsmíðum. Hann lauk þriggja ára námi á tveimur árum og útskrifaðist sem ARMCM.

Árni var kennari í Tónlistarskólanum í Rvík 1946-52, lék með Útvarpshljómsveitinni 1946-50, Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-52 og Lúðrasveit Reykjavíkur.

Meðal tónsmíða Árna eru hljómsveitarsvítan Upp til fjalla; hljómsveitarverkið Tilbrigði við frumsamið rímnalag; tónlist við Nýársnóttina, leikrit Indriða Ein- arssonar; Rómönsur fyrir fiðlu og píanó; Pínósónata; Lítil svíta fyrir strengjasveit, fleiri hundruð sönglög og fjöldinn allur af mörsum fyrir lúðrasveitir en hann vann til verðlauna á þeim vettvangi, hér á landi og erlendis.

Árni var heiðursfélagi Tónskáldafélags Íslands og Bandalags íslenskra lúðrasveita.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 23. desember 2014, bls. 49.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1930-1935
Konunglegi tónlistarháskólinn í Manchester Tónlistarnemandi 1944-1946
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1946-1952

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Píanóleikari 194611 1957-04/05

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.12.2014