Egill Árni Pálsson 12.02.1977-

<p>Egill Árni lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem kennari hans var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hann lauk einnig á sama tíma 4 ára námi frá David Jones Voice Studio í New York, þar sem hann lagði stund á raddþjálfun og kennslu í söng. Árið 2008 fluttist hann til Berlínar og stundað nám hjá einkakennurum samhliða því að starfa við söng. Egill hefur sungið víða og má þar nefna Neuköllner óperuna í Berlín, óperuhúsið í Braunschweig, Classic Open Air-útitónleikahátíðina í Berlín, Kammeróperuna í Schloss Rheinsberg, óperuna í Schloss Laubach, Gedächtniskirkjuna í Berlín, Hanns Eisler-tónlistarháskólann og nú síðast Gerhardt Hauptmann óperuhúsið í Görlitz þar sem hann var fastráðinn til ársins 2012.</p> <p>Á Íslandi hefur Egill meðal annars sungið með Óperustúdíói Íslensku óperunnar, Norðurópi og ÓP-hópnum, auk tónleikahalds og við ýmsar athafnir. Egill hefur unnið til margra verðlauna í Þýskalandi, þar ber helst að nefna Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið var hann ráðinn til að syngja Das Lied von der Erde eftir Mahler og kom fram sem einn aðalgesta á Classic Open Air-tónlistarhátíðinni í Berlín ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti. Meðal hlutverka sem Egill hefur sungið eru Tamino í Töfraflautunni, Hertoginn í Rigoletto, Freddy í My Fair Lady, Luzio í Das Liebesverbot, Hertoginn og Caramello í Eine Nacht in Vendedig, Canio og Beppe í Pagliacci, Alfred í Die Fledermaus, Adam í Der Vogelhändler, Gastone í La traviata, Sigismund í Im Weisses Rössl, og Governour/Vanderdendur/Ragotski í Candide. Egill var einn af sigurvegurum í keppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskólans árið 2007 og hefur hlotið styrki hér á landi til frekara náms, m.a frá Wagnerfélaginu og Baugi Group. Egill kom fram á tónleikum Kiri Te Kanawa, sem haldnir voru í Háskólabíó árið 2005. Hann hefur m.a sótt einkatíma hjá Kiri Te Kanawa, Johan Botha, Janet Williams, David Jones, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer Topsöe og hjá stjórnendunum Kevin McCutcheon, Robin Stapleton og Prof. Edwin Scholz.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (17. mars 2016)</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2008
Söngskólinn í Reykjavík Söngkennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.01.2018