Ari Johnsen (Ari Márus Johnsen) 30.05.1860-17.06.1927

<p<Foreldrar Ara Márusar voru Daníel Johnsen, þá verslunarstjóri á Ísafirði, og Anna Guðrún Duus. Ari átti eina systur og fluttist fjölskyldan til Kaupmannahafnar þegar Ari var barn að aldri. Hann lærði verslunarfræði og söng í Kaupmannahöfn en nam síðan söng í Þýskalandi um tvítugt.</p> <p>Ari hefur verið nefndur fyrsti íslenski óperusöngvarinn. Hann náði miklum frama og söng í óperuhúsum í Berlín, Hamborg og London og fyrir þýsku keisarahirðina. Hann var barítónsöngvari.</p> <p>Ari kom til Íslands árið 1901 og hélt tónleika í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík við hrifningu landsmanna. Í ritdómi Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra Þjóðólfs, segir: „Þeir voru margir, er ekki þóttust fegurri söng heyrt hafa, en þetta kvöld.“</p> <p>Eftir að ferli Ara lauk var hann söngkennari í Hamborg. Hann var vellauðugur maður eftir ferilinn en missti allar eigur sínar í verðhruninu 1918. Hann flutti þá til Kaupmannahafnar og hélt áfram kennslu þar. Ari var ókvæntur og barnlaus.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 30. maí 2020, bls. 27</p>
Söngkennari og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.06.2020