<blockquote>... Hún var farkennari og organisti í sveitum Borgarfjarðar á yngri árum, en hún byrjaði að spila við messur innan við fermingu.<br />
<br />
„Heima í Fljótstungu var lítið orgel og bókin Orgelskóli sem ég gruflaði mikið í. Pabbi þekkti nóturnar og kenndi okkur krökkunum. Ég var einn vetur í Hveragerði til að læra undir landspróf, að undangengnu tungumálanámi eftir útvarpinu. Frænka okkar þar kom mér í nokkra tíma hjá organista og ég fór líka á organistanámskeið í Skálholti. Ég var viðriðin kórastarf á Hvanneyri í meira en hálfa öld. Með hléum var ég jafnlengi organisti í Fitjakirkju í Skorradal.“<br />
<br />
[...] Gyða var beðin um að sjá um útibú frá Kleppjárnsreykjaskóla á Hvanneyri árið 1968. Hún fór þá í Kenn- araskóla Íslands og aflaði sér kenn- araréttinda og síðar sérkennara- réttinda. Gyða var síðan skólastjóri Andakílsskóla á Hvanneyri í 15 ár og sérkennari í Grunnskóla Borgarness í 10 ár.<br />
<br />
Gyða hefur alla tíð haft ánægju af kórastarfi og hefur sungið í ýmsum kórum. Hún var félagi í fjölmörgum félögum bæði tengdum atvinnu og félagsmálum og var m.a. formaður Sambands borgfirskra kvenna um skeið. Þau hjónin byggðu sér hús á Akranesi og hafa búið í því frá árinu 2000...</blockquote>
<p align="right">Úr Gyða Bergþórsdóttir, fyrrverandi skólastjóri – 90 ára. Morgunblaðið. 6. apríl 2019, bls. 42-43</p>
Staðir
Viðtöl
Skjöl