Þorsteinn Díómedesson 20.11.1900-30.12.1983

<blockquote>... Þorsteinn átti engan kost skólagöngu í æsku frekar en svo margir af hans kynslóð. Hann stundaði allt fram á efri ár hvers konar erfiðisvinnu, var á yngri árum til sjós á vertíðum í Vestmannaeyjum eða reri nyrðra, ýmist einn eða með öðrum á smátrillum, en að sumarlagi vann hann þá daglaunavinnu, sem var að hafa.<br /> <br /> Mörg sumur vann Þorsteinn við brúarsmiðar og þar hófust raunverulega kynni okkar, því að við urðum þar samstarfsmenn í níu sumur og vann ég undir handarjaðri hans mörg seinni sumrin. Hann var „gervismiður" og er ég var puntaður upp í þá stétt unnum við ýmis smíðastörf saman við uppslátt og slíkt. Og þar að auki vorum við tjaldfélagar mörg síðustu sumrin.<br /> <br /> Kynnin við Þorstein, eða Steina Dí, eins og hann var tíðast nefndur af kunnugum, voru góður skóli. Hann var mikill kappsmaður við vinnu. Leit helzt aldrei upp frá verki. Hann þoldi ekki slugs eða slór og sendi stundum beitt skeyti þeim, sem slæptust um í vinnutíma eða voru hysknir við vinnu. Hann var víðlesinn og fróður og notaði flestar stundir til bóklestrar, einkum las hann hvers kyns fróðleik og þá ekki sízt um náttúrufræði, sem honum var mjög hugleikin. Mun hann hafa borið manna bezt skyn á náttúrufræðileg efni norður þar á unglingsárum mínum og voru það greinilega áhrif frá föður hans...</blockquote> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 24. janúar 1984, bls. 39</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

11 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn segir frá foreldrum sínum og sinni ætt. Þorsteinn Díómedesson 42065
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn flutti til Hvammstanga. Hann fór á vertíð, ræðir um bátinn sinn og þeir Eðvald spjalla um Þorsteinn Díómedesson 42066
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn segir frá því þegar hann fór í brúarvinnu. Þorsteinn Díómedesson 42067
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn talar um bæinn sem hann átti heima á og um byggingavinnu. Þorsteinn Díómedesson 42068
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn talar áfram um byggingavinnu. Hann segir frá því þegar hann fór með hendina í sögina og at Þorsteinn Díómedesson 42069
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn segir frá því þegar hann fékk þursabit og fleiri atburðum tengdum vinnu sinni. Þorsteinn Díómedesson 42070
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn og Eðvald spjalla um þegar stóri selurinn var skotinn og Þorsteinn segir veiðisögur. Hann Þorsteinn Díómedesson 42071
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn heldur áfram að segja frá þegar hann missti Benna frá borði. Þorsteinn Díómedesson 42072
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn segir frá því þegar hann fór til Grindavíkur. Hann ræðir einnig um taflmennsku. Þorsteinn Díómedesson 42073
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn tók þátt í kappróðri. Hann segir einnig frá boltaleik og fleiri atburðum. Þorsteinn Díómedesson 42074
28.10.1978 HérVHún Fræðafélag 028 Þorsteinn segir frá eftirminnilegum atburðum, til dæmis þegar hann beit á öngulinn. Þorsteinn Díómedesson 42075

Tengt efni á öðrum vefjum

Brúarsmiður og sjómaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.08.2018