Gunnar Gíslason 05.04.1914-3103.2008

Prestur. Stúdent frá MA 1938 og Cand. theol. frá HÍ 1943. Fékk Glaumbæ 29. janúar 1943 ásamt Barði í Fljótum. Hann var þingmaður og varaþingmaður Skagfirðinga um hríð. Hann var skipaður prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi árið 1977. Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap. Honum var veitt lausn frá embætti prófasts og sóknarprests Glaumbæjarprestakalls 1982, en þjónaði áfram Barðssókn í Fljótum til 1984.

Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 140-141

Staðir

Glaumbær Prestur 10.06. 1943-1982
Barð Prestur 10.06. 1943-1984

Alþingismaður, prestur og prófastur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.01.2017