Sigrún Eðvaldsdóttir 13.01.1967-

<p>Sigrún hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og tók Bachelor-gráðu frá Curtis tónlistarháskólanum í Philadelphiu 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna; varð í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni árið 1987, hlaut bronsverðlaun í Síbelíusar keppninni árið 1990 og önnur verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hennar er getið sem eins af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century. Hún hefur gegnt stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og margoft komið fram sem einleikari með hljómsveitinni. Árið 1998 var Sigrún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum eins og Marlboro tónlistarhátíðinni í Vermont, L'Emperi hátíðinni í Aix en Provance, Kuhmo hátíðinni í Finnlandi og Sangat hátíðinni í Bombay, Indlandi og síðast RMM hátíðinni þar sem listrænn stjórnandi er Víkingur Ólafsson.</p> <p>Sigrún var stofnmeðlimur Miami strengjakvartettsins 1998 og hefur haldið tónleika víða um heim m.a. í Weill Recital hall í New York og Wigmore hall í London og hélt í tónleikaferðalag til Kína árið 2011. Hún lék sem Konsertmeistari hjá Konunglegu dönsku Óperunni á síðasta ári [2013-2014].</p> <p align="right">Úr auglýsingu fyrir Stofutónleika á Gljúfrasteini 3. ágúst 2014.</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 1972-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1984
Curtis tónlistarháskólinn Háskólanemi -1988

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Fiðluleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Konsertmeistari 1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , háskólanemi , konsertmeistari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016