Einar Guðnason (Ingimar) 19.07.1903-14.01.1976

Prestur. Stúdent í Reykjavík 1924 með 2. einkunn. Cand. theol. frá HÍ 22. júní 1929. Sinnti kennslustörfum um hríð. Fékk Reykholt 17. maí 1930 og var þar til hann fékk lausn frá prestsstörfum 1. nóvember 1972. Hann var prófastur Borgfirðinga frá 7. júlí 1971 til 19. júlí 1972. Sinnti ýmsum sóknum í Borgarfirði um skeið, m.a. Stafholti og jafnframt kenndi hann við héraðsskólann í Reykholti í 34 ár. Formaður fræðsluráðs Borgarfjarðar og Reykholtsnefndar frá 1968. Gaf út nokkrar greinar.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-1976. Höf. Björn Magnússon, bls. 81.

Staðir

Reykholtskirkja-nýja Prestur 17.05. 1930-1972

Skjöl

Einar Guðnason Mynd/jpg
Einar Guðnason Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2018