Herdís Egilsdóttir 18.07.1934-

<p>Herdís lauk stúdentsprófi frá MA og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953 og kenndi fimm til átta ára börnum við skóla Ísaks Jónssonar í 45 ár. Hún hefur skrifað fjölmargar barnabækur, stafa- og vísnakver, og leikrit, fyrir útvarp, sjónvarp og leikhús. Auk þess hefur hún þróað kennsluaðferðina Kisuland, sem er kennsluaðferð í lífsleikni. Árið 1998 hætti hún kennslu til að sinna því að breiða út kennsluaðferð sína, sem hún kallar Landnámsaðferðina og gengur út á að börnin kynnist ímynduðu landi, þar sem allt vantar nema gjafir náttúrunnar.</p> <p>Herdís hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, t.d. fékk hún verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu í ár.</p> <p>Eiginmaður hennar er Anton Sigurðsson, skólastjóri. Herdís á þrjú börn frá fyrra hjónabandi.</p> <p align="right">Morgunblaðið. 21. desember 2008, bls. 22</p>

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kennari og rithöfundur

Uppfært 14.12.2015