Gissur Páll Gissurarson 16.02.1977-

<p>Árið 2001, að loknu námi við Söngskólann í Reykjavík, flutti Gissur Páll Gissurarson til Ítalíu og stundaði söngnám næstu fjögur ár við Conservatorio G.B. Martini í Bologna undir handleiðslu Wilma Vernocchi. Að því loknu sótti hann einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni.</p> <p>Frumraun hans á sviði var titilhlutverkið í Oliver Twist, þá aðeins ellefu ára, en sín fyrstu skref á ítölsku óperusviði steig hann árið 2003, sem Ruiz í óperunni Il Trovatore eftir Verdi. Síðan þá hefur hann sungið fjölda óperuhlutverka á Ítalíu og hérlendis, nú síðast í eftirminnilegu hlutverki Rodolfo í La bohème. Gissur Páll hefur sungið messur og óratóríur, frá barrokk og klassíska tímabilinu og kemur oft fram með kórum sem einsöngvari. Árið 2006 tók hann þátt í tveimur söngkeppnum á Ítalíu og vann til verðlauna í þeim báðum. Þann 20. febrúar síðastliðinn voru Gissuri Páli veitt hin Íslensku Tónlistarverðlaun sem söngvari ársins 2012 í flokki Sígildrar og samtímatónlistar.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 13. ágúst 2013.</p> <p>- - - - -</p> <p>Tenor Gissur Páll Gissurarson studied singing at the Conservatorio di Bologna in Italy and took private lessons with tenor Kristján Jóhannsson. He has performed in numerous opera houses and concert halls in Iceland, France, Italy, Japan and Germany. In Iceland he appears frequently in concerts with choirs, and performs oratorios by Bach, Handel, Mozart and Verdi. He has sung several leading roles at the Icelandic Opera, such as Nemorino in L'elisir d'Amore, Rodolfo in La Bohčme and Count Almaviva in the Barber of Seville. In his second album, Aria, released in 2014, he sings famous Italian arias with the Iceland Symphony Orchestra.</p> <p align="right">Sigurjon Olafssonar Art Museum Summer Concerts (July 29, 2016.</p>

Staðir

Menntaskólinn í Kópavogi Nemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1997-2001

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.07.2016