Páll Einarsson 27.03.1947-

Foreldrar: Einar Baldvin Pálsson, dr., byggingarverkfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands, f. 29. febrúar 1912 í Reykjavík, og kona hans Kristin Pálsdóttir, fulltrúi, f. 8. janúar 1917 í Reykjavík.

Námsferill: Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, Vordiplom-prófl í eðlisfræði frá háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1970, M.Phil.-prófi í jarðeðlisfræði frá Columbia-háskólanum í New York, Bandaríkjunum 1974 og Ph.D.-prófi í jarðeðlisfræði frá sama skóla 1975; stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1957 -1967, aðallega í sellóleik og hljómfræði.

Starfsferill: Var bassaleikari í ýmsum hópum og djasshljómsveitum í Reykjavík, m.a. Jasskvartett Reykjavíkur, Tríói Guðmundar Ingólfssonar og með Art Farmer á tónleikaferð í Reykjavík 1964-1967; var undirleikari hjá ýmsum hópum, s.s. Heimi og Jónasi, Savanna-tríói o.fl. í Sjónvarpinu 1966-1971; sellóleikari (aukamaður) í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1977-1983; sellóleikari í hljómsveit Íslensku óperunnar 1983-1989 og í Íslensku hljómsveitinni 1982-1992; hefur verið bassaleikari í Veislutríóinu frá upphafi, 1983; var bassa- og sellóleikari í ýmsum áhuga- og stúdentahljómsveitum í Þýskalandi og Bandaríkjunum 1967-1975; sellóleikari í Palermokvartettinum í New York 1971-1975 og í Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur 1975-1979; fyrsti sellóleikari og stjórnarformaður í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna frá stofnun, 1990; stundaði rannsóknarstörf (graduate research assistant) hjá Lamont-Doherty Geological Observatory við Columbia University 1970-1975; aðstoðarkennari í almennri jarðfræði við Columbia-háskólann 1974-1975; sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslarlds 1975-1994 og 1997-1998; stundakennari við Háskóla Íslands í eðlisfræði, jarðeðlisfræði, jarðskjálftafræði og tektóník 1975-1994 og 1997-1998; prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands 1994-1997 og síðan 1999.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 229. Sögusteinn 2000.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
4 á palli Kontrabassaleikari 2012 2013
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Sellóleikari og Kontrabassaleikari
Varsjárbandalagið Kontrabassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, jarðeðlisfræðingur, prófessor og sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.05.2016