Guðmundur Jónsson 21.08.1741-0202.1847

Prestur. Fékk konungsleyfi 14. júní 1799 til þess að mega ganga í skóla þótt hann væri orðinn eldri en lög gerðu ráð fyrir. Varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1807. Varð djákni á Grenjaðarstað 1816, fékk Skeggjastaði 8. nóvember 1827, sagði þeim lausum, vegna fátæktar, frá fardögum 1838, fékk Svalbarð í Þistilfirði 18. júlí 1838 og hélt til æviloka. Þótti vel að sér, einkum í latínu, iðjumaður, góðlyndur, orðheppinn og greindur, daufur í prestsverkum, fátækur enda gekk hann aldrei eftir sínu, ófríður sýnum, nærsýnn og smávaxinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 1164-65.

Staðir

Svalbarðskirkja Prestur 1838-1847
Skeggjastaðakirkja Prestur 1827-1838

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.11.2017