Eiríkur Hallsson 1614-1698

Prestur. Varð aðstoðarprestur föður síns að Höfða eigi síðar en 1643, fékk prestakallið 27. apríl 1652, tók Hall, son sinn, aðstoðarprest 1683 og lét af embætti 1683. Fékk misjafnt orð, gerðist búhöldur mikill, "harðbýll" og féspar. Hann var gáfumaður og fornfróður og orti mikið og má telja hann með mestu skáldum sinnar tíðar. Orti mjög margar rímur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 408-409.

Staðir

Höfðakirkja Aukaprestur 1643-1652
Höfðakirkja Prestur 27.04.1652-1686

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.09.2017