Franz Mixa 03.06.1902-16.01.1994

<p>Franz Mixa kom hingað til lands í október 1929 að loknu tónlistarnámi við Háskólann í Vín, en hann var ráðinn til að stjórna tónlistarflutningi á 1.000 ára afmælishátíð Alþingis. Hann sneri síðan aftur til landsins 1931 og gerðist kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, sem þá var nýstofnaður. Hérlendis var Franz ein helsta driffjöður í tónlistarlífi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld, stjórnaði m.a. Hljómsveit Reykjavíkur og stóð að uppfærslu Meyjaskemmunnar eftir Schubert árið 1934, Systrunum frá Prag 1936 og Bláu kápunni 1937. Franz bjó hér til ársins 1938 þegar hann gerðist kennari og síðar skólastjóri Tónlistarskólans í Graz í Austurríki. Hann samdi þrjár óperur, þar á meðal óperuna Traum ein Leben og óperuna um Fjalla-Eyvind, sem tileinkuð var íslensku þjóðinni og flutt hérlendis af Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1987, fimm sinfóníur, óratoríur og meira en 100 sönglög.</p> <p>Hann kvæntist Katrínu Ólafsdóttur, dóttur Borghildar Thorsteinsson og Ólafs Björnssonar, annars stofnanda Morgunblaðsins, árið 1934 og eignuðust þau tvo syni. Þau slitu samvistir. Franz kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 1949, Herthu Töpper-Mixa, óperusöngkonu. Hann for á eftirlaun frá Graz fyrir tilskilinn tíma árið 1957 til að geta sinnt ferli konu sinnar og eigin tónsmíðum. Þau fluttu til Munchen, en Franz bárust áfram fjölmargar beiðnir um tónsmíðar frá Austurríki.</p> <p align="right">Andlátsfregn í Morgunblaðinu 20. janúar 1994, bls. 4.</p>

Skjöl

Franz Mixa Mynd/jpg
Franz Mixa Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljómsveitarstjóri , prófessor , píanókennari , píanóleikari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.07.2015