Guðmundur Skúlason -1623

Prestur.Var orðinn prestur 1606 og er þá, 9. júlí, að Hlíðarenda í Fljótshlíð, líklega í fylgd með Sæmundi Árnasyni að Hóli í Bolungarvík, sem tók hann til þingaprests síns 1611, þar er hann enn 2. september 1620 en 29. mars 1621 er hann kominn að Hrafnseyri og hefir verið til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 182-83.

Guðmundur er skráður prestur í Selárdal fyrir 1615 og þaðan hafi hann farið að Hrafnseyri.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 182

Staðir

Hrafnseyrarkirkja Prestur 17.öld-17.öld

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.06.2015