Róbert Darling (Róbert Albert Darling) 05.02.1955-
<p>Róbert Darling fæddist í London. Sem barn lærði hann bæði á píanó og horn hjá John Ridgeon og lék í Lúðrasveit æskunnar í Bretlandi, National Youth Brass Band of Great Britain. Hann stundaði háskólanám í University of Reading og lauk kennaraprófi frá College of St. Mark and St. John, Exeter University. Hann kenndi og stjórnaði í Englandi í fimm ár áður en hann flutti til Íslands árið 1983. Róbert hefur starfað sem píanó- og blásturskennari við Tónlistarskóla Árnesinga síðan hann flutti til landsins og var ráðinn skólastjóri í ágúst árið 2000. Hann hefur stjórnað ýmsum kórum og lúðrasveitum þennan tíma, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Þorlákshafnar árið 1984 og hefur verið aðalstjórnandi hennar frá upphafi.</p>
<p align="right">Af vef Tónlistarskóla Árnesinga (29. desember 2014).</p>
Staðir
Tónlistarskóli Árnesinga | Tónlistarkennari | 1983-2000 |
Tónlistarskóli Árnesinga | Skólastjóri | 2000- |
Reading háskóli | - | |
Exeter háskóli | - |
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Lúðrasveit Reykjavíkur | Stjórnandi | 1986 | 1987 |
Lúðrasveit Þorlákshafnar | Stjórnandi | 1984 | |
Lúðrasveitin Svanur | Stjórnandi | 1987 | 1992 |
National Youth Brass Band of Great Britain |
Tengt efni á öðrum vefjum

Skólastjóri og tónlistarkennari | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.09.2015