Róbert Darling (Róbert Albert Darling) 05.02.1955-

Róbert Darling fæddist í London. Sem barn lærði hann bæði á píanó og horn hjá John Ridgeon og lék í Lúðrasveit æskunnar í Bretlandi, National Youth Brass Band of Great Britain. Hann stundaði háskólanám í University of Reading og lauk kennaraprófi frá College of St. Mark and St. John, Exeter University. Hann kenndi og stjórnaði í Englandi í fimm ár áður en hann flutti til Íslands árið 1983. Róbert hefur starfað sem píanó- og blásturskennari við Tónlistarskóla Árnesinga síðan hann flutti til landsins og var ráðinn skólastjóri í ágúst árið 2000. Hann hefur stjórnað ýmsum kórum og lúðrasveitum þennan tíma, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Þorlákshafnar árið 1984 og hefur verið aðalstjórnandi hennar frá upphafi.

Af vef Tónlistarskóla Árnesinga (29. desember 2014).

Staðir

Tónlistarskóli Árnesinga Tónlistarkennari 1983-2000
Tónlistarskóli Árnesinga Skólastjóri 2000-
Reading háskóli -
Exeter háskóli -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1986 1987
Lúðrasveit Þorlákshafnar Stjórnandi 1984
Lúðrasveitin Svanur Stjórnandi 1987 1992
National Youth Brass Band of Great Britain

Tengt efni á öðrum vefjum

Skólastjóri og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.09.2015