Árni Franzson 1690-1757

Prestur. Stúdent frá Skálholti 1711. Vígður aðstoðarprestur í Hruna 18.04.1723 og tók að fullu við staðnum 17. september 1739. Hann gegndi og Reykjadalsprestakalli frá nýári 1724 fram á haust 1726. Ókvæntur og barnlaus og talinn góðmenni en veilaður á geðsmunum og slæmur í fótum og hélt því aðstoðarprest.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 84

Staðir

Hrunakirkja Aukaprestur 18.04.1723-1739
Hrunakirkja Prestur 17.09.1739-1751
Reykjadalskirkja Prestur 1724-1726

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019