Jónas Óskar Magnússon 07.06.1926-05.05.2003

<p>... Jónas fluttist til Reykjavíkur ellefu ára gamall. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíði 1950 og rak eigið trésmíðaverkstæði mestan part starfsævinnar. Hann var yfirsmiður leikmyndaverkstæðis Þjóðleikhússins í áratug. Eftir það starfaði hann sem húsvörður hjá Ríkisútvarpinu þar til hann lét af störfum aldurs vegna. Jónas var mikill söng- maður og söng með fjölda kóra. Þar með taldir voru Alþýðukórinn, Karlakórinn Fóstbræður, Dómkórinn og Kirkjukór Kópavogskirkju. Lengst var hann í Þjóðleikhúskórnum, frá 1966 og þar til kórinn var lagður niður á tíunda áratugnum, og tók þar þátt í fjölda uppfærslna...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 15. maí 2003, bls. 37.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.04.2015