Bjarnfríður Leósdóttir 06.08.1924-10.03.2015

... Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Hún hlaut kennsluréttindi frá KHÍ 1982 og sem svæðisleiðsögumaður á Vesturlandi. Á yngri árum vann hún við síldarsöltun og verslunarstörf, var virk í menningarlífi Akraness, lék um árabil með leikfélaginu og sat í stjórn þess, tók þátt í stofnun bókmenntaklúbbs sem enn lifir og var lengi umboðsmaður Máls og menningar. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness, varaformaður um árabil, átti sæti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Hún var varafulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness í nokkur kjörtímabil og sat 12 ár í félagsmálaráði. Hún var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á áttunda áratugnum. Hún átti sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og starfaði með Samtökum kvenna á vinnumarkaði. Hún var í stjórn Félags eldri borgara á Akranesi um 13 ára skeið, þar af formaður í níu ár. Bjarnfríður og Jóhannes reistu sér hús við Stillholt 13 og þar bjó hún þar til fyrir einu ári að hún flutti á Dvalarheimilið Höfða. Bjarnfríður var gerð heiðursfélagi í Verkalýðsfélagi Akraness 1994. Hún hlaut við- urkenningu Jafnréttisráðs árið 2000 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýj- ársdag 2002...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 20. mars 2015, bls. 30.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
11.11.2000 SÁM 02/4004 EF Bjarnfríður segir frá ferð til Vesturvíkur í Svíþjóð þar sem hún gistir hjá úra- og klukkusafnara og Bjarnfríður Leósdóttir og Eyþór Benediktsson 38998

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.08.2015