Bjarni Arason 13.07.1971-

Bjarni hHóf tónlistarnám í tónlistarskóla Árbæjar og Breiðholts 9 ára gamall, lærði trompetleik og tónfræði. Hann öðlaðist landsfrægð aðeins 15 ára gamall þegar hann sigraði í fyrstu Látúnsbarkakeppninni sem hljómsveitin Stuðmenn stóðu fyrir árið 1987. Mesta athygli manna vakti hve djúpa rödd þessi ungi strákur hafði og strax frá upphafi var rætt um það hve vel hann næði nokkrum helstu smellum Elvis Presley. Reyndar hafði Bjarni tekið þátt í söngvakeppni áður en að Látúnsbarkaleitinni kom. Bjarni: “„Ég tók þátt í söngvakeppni áður en ég tók þátt í Látúnsbarkakeppninni 1987 en það var á Bindindismótinu í Galtarlækjaskógi um verslunarmannahelgina 1986 sem ég sigraði, var borinn upp á svið af félögum mínum og látinn taka þátt, of feiminn til að taka af skarið sjálfur”.“ ... (Sjá nánar á Tónlist.is).

Tónlist.is [desember 2013]. Bárður Örn Bárðarson.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Milljónamæringarnir Söngvari 1997-03

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2016