Sölvi Kolbeinsson 17.02.1996 -

<p>Sölvi hóf nám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur 6 ára gamall og byrjaði að læra á saxófón 8 ára hjá Hafsteini Guðmundssyni sem var kennari hans í 8 ár. Sölvi útskrifaðist frá Tónmenntaskólanum vorið 2010. Hann stundar nú nám bæði í klassískum og djass-saxófónleik hjá Sigurði Flosasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH, en þar hafði hann áður lært hjá Ólafi Jónssyni. Sölvi hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Ungfóníunni, Hljómsveit tónlistarskólanna og Stórsveit tónlistarskóla FÍH. Hann vann til verðlauna í framhaldsnámi á fyrstu Nótu-hátíðinni vorið 2010 og með djassgrúppunni Gaukshreiðrinu árið 2013. Sölvi spilaði einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum 2011 og lék saxófónkonsert Iberts með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík haustið 2012. Hann mun flytja spunakonsert Veigars Margeirssonar með Hljómsveit tónlistarskólanna nú í febrúar.</p> <p>Auk þess að spila á saxófón leikur Sölvi á gítar og píanó. Hann hefur leikið djass á ýmsum veitingastöðum bæjarins ásamt því að koma fram með alls konar popp og rokk hljómsveitum, bæði á tónleikum og upptökum. Þar má nefna White Signal, In The Company of Men og Leaves. Sölvi er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð.</p> <p align="right">Af vef Listaháskóla Íslands 2013 þar sem auglýstir voru <a href="http://lhi.is/event/ungir-einleikarar-i-horpu-16-januar/">sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands</a> 29. september 2013 í Sölvhóli, tónleikasal Listaháskólans.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2010-
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 2002-2010
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 2010-
Jazz Institute Berlin Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , saxófónleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.08.2018