Tómas Sigurðsson 14.05.1772-13.10.1849

<p>Prestur. Líklega fæddur 14. júlí en árið var 1772. Stúdent 1796 frá Reykjavíkurskóla eldra 1796. Vígðist 25 júní 1797 aðstoðarprestur í Hítarnesþingum og var þar til 1807 er hann varð aðstoðarprestur í Flatey og fékk það prestakall 10. janúar 1809, fékk Garpsdal 3. maí 1823, Holt í Önundarfirði 23. apríl 1836 og lét þar af prestskap 1848. Hann var hraustmenni að burðum, heldur treggáfaður en allgóður prédikari, lítill búhöldur enda drykkfelldur og þá vanstilltur en ella gestrisinn og góðgerðarsamur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 16.</p>

Staðir

Hítarneskirkja Aukaprestur 25.06.1797-1807
Flateyjarkirkja Aukaprestur 1807-1823
Flateyjarkirkja Prestur 19.01.1809-1823
Garpsdalskirkja Prestur 03.05.1823-1836
Holtskirkja Prestur 23.04.1836-1848

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.05.2018