Stefán Thorarensen (Sigurðsson) 10.07.1831-26.04.1892

Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1853. Cand. theol. frá Prestaskólanum 2. ágúst 1855. Aðstoðarprestur föður síns, Sigurðar í Hraungerði, 29. september 1855 og vígður 7. október sama ár. Veitt Kálfatjarnarprestakall 8. júlí 1857 frá fardögum sama ár. Fékk lausn frá embætti 7. maí 1886. Settur aðstoðarprestur við Dómkirkjuna fardagaárið 1889-90. Sat í sálmabókarnefnd og var varasýslunefndarmaður í Gullbringusýslu.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 820-21

Staðir

Hraungerðiskirkja Aukaprestur 29.09. 1855-1857
Kálfatjarnarkirkja Prestur 08.07. 1857-1886
Dómkirkjan Aukaprestur 1889-1890

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.01.2019