Ingunn Hildur Hauksdóttir 05.03.1969-

Ingunn Hildur nam píanóleik hjá Kristínu Ólafsdóttur við Tónlistaskóla Hafnarfjarðar. Hún lauk píanókennara- og einleikaraprófi árið 1993 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og naut þar leiðsagnar Jónasar Ingimundarsonar. Ingunn hefur sótt einkatíma og námskeið erlendis, m.a. hjá Roger Vignoles, Dalton Baldwin, Nelita True, Gyorgy Sebök ofl. Hún kennir við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og tekur reglulega virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og hefur m.a. leikið með Camerartica, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, komið fram í tónleikaröðinni 15:15 og tekið þátt í tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Framundan eru tónleikar t.d. hjá Kammermúsikklúbbnum starfsárið 2012-2013. Ingunn er meðlimur í Notus-trio og leikur reglulega með Gretu Guðnadóttur fiðluleikara.

Úr tónleikaauglýsingu á Smugunni.is 13. júní 2012.


Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.03.2016