Sigurður Björnsson 19.03.1932-

„... Foreldrar mínir voru báðir í kirkjukór og ég ætlaði reyndar að verða fiðluleikari. Við systkinin þrjú fengum öll hljóðfæri í fermingargjöf, ég fékk fiðlu. Ég hætti hins vegar fiðlunámi vegna meiðsla sem ég hlaut á hendi þegar ég var á hvalveiðum. En ég hafði lært að syngja með fiðlunáminu og hellti mér því út í sönginn. Ég var í námi hjá Guðmundi Jónssyni söngvara þegar hann benti á mig í hlutverk Indriða á Hóli í Pilti og stúlku, sem var jólastykki Þjóðleikhússins 1953. Það var fyrsta hlutverk mitt sem einsöngvari. Þremur árum síðar var ég svo fyrsti nemandinn sem lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík...“

Úr Morgunblaðsvitali við Sigurð á 40 ára söngafmæli 1994.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1956

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Einsöngvarakvartettinn Söngvari 1972 1978

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.09.2017