Rúnar Þórisson (Sæmundur Rúnar Þórisson) 12.01.1955-

<p>Rúnar Þórisson gítarleikari og kennari hefur starfað lengi við hljóðfæraleik og nær samfleytt við gítarkennslu síðan árið 1993, við Tónskólann Do Re Mi síðan 1994 þar sem hann er jafnframt aðstoðarskólastjóri og um tíma við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóla Grafarvogs og Tónlistarskólann á Ísafirði.</p> <p>Að loknu einleikara- og kennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1989 stundaði Rúnar framhaldsnám í klassískum gítarleik í Svíþjóð undir leiðsögn Görans Söllschers, Per-Olof Johnsons og Gunnars Spjuths sem allir hafa gegnt stöðu við Tónlistarháskólann í Malmö. Auk þess hefur hann sótt námskeið m.a. hjá Roberto Aussel og David Russell. Rúnar hefur lokið phil.kand. prófi við tónvísindadeild Lundarháskóla og meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.</p> <p>Rúnar hefur sem klassískur gítarleikari og rafgítarleikari leikið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða s.s. á Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves, Secret Solstice og Listahátíð í Reykjavík, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Nordischer Klang í Þýskalandi og Ass. Accademia della Cultura á Suður-Ítalíu. Þá hefur hann margsinnis leikið í útvarpi, sjónvarpi og inn á geisladiska m.a. með Kammersveit Reykjavíkur, gítardúettinum Duo de mano og sem rafgítarleikari með hljómsveitinni Grafik. Rúnar hefur undanfarin ár gefið út geisladiska undir eigin nafni með frumsömdum lögum og textum. Hann hefur hlotið ýmsa styrki s.s. Listamannalaun Menntamálaráðuneytis og Starfsstyrk listamanna í Kópavogi.</p> <p align="right">Rúnar Þórisson – júní 2016</p>

Staðir

Háskólinn á Bifröst Háskólanemi 2004-2007
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi 1981-1989
Tónskólinn Do Re Mi Gítarkennari 1994-
Tónskólinn Do Re Mi Aðstoðarskólastjóri 1994-
Tónskóli Sigursveins Gítarkennari 1993-2004
Tónlistarskólinn í Grafarvogi Gítarkennari 1993-2008
Tónlistarskóli Ísafjarðar Gítarkennari 1979-1981
Háskóli Íslands Háskólanemi 1982-1984
Háskólinn í Lundi Háskólanemi 1989-1993

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Danshljómsveit Vestfjarða Gítarleikari 1979-06 1980
Dínamit Gítarleikari 1976-01 1976
Dögg Gítarleikari 1973-10
Grafík Gítarleikari 1981
Haukar Gítarleikari 1976 1976
Helfró Gítarleikari
Paradís Gítarleikari 1977 1977
Tívolí Gítarleikari 1979 1979
Ýr Gítarleikari 1977-01 1978

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Aðstoðarskólastjóri , gítarkennari , gítarleikari , háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.06.2016