Valdimar Hilmarsson -

Valdimar Hilmarsson hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Jón Þorsteinsson og Sigurður Bragason. Hann stundaði síðan nám í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og lauk fyrst M. Mus-prófi og síðan óperudeild þar sem aðalkennarar hans voru Rudolf Piernay og David Pollard.

Helstu hlutverk Valdimars eru Leporello í Don Giovanni, Figaro í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Chelsias í óratoríunni Susanna eftir Händel og Wilfred Shadbolt í Yeomen of the Guard eftir Gilbert og Sullivan. Hann hefur auk þess sungið í óratoríum víða um Evrópu og í verkum á borð við Petite messe solenelle eftir Rossini, Nelson messu eftir Haydn, Krýningarmessu eftir Mozart, Requiem eftir Fauré og eftir Verdi. Valdimar stundar nú nám hjá Kristjáni Jóhannssyni tenór.

Af vef Íslensku óperunnar (18. mars 2016)

Staðir

Menntaskólinn við Sund Nemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -
Nýi tónlistarskólinn Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016