Rannveig Fríða Bragadóttir 04.06.1962-

Rannveig Fríða stundaði fyrst söngnám í Söngskólanum í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi hélt Rannveig til Vínarborgar til náms við Tónlistarháskólann (Hochschule für Musik und darstellende Kunst in Wien) þar sem hún lauk einsöngvaraprófi 1990 með sérstakri viðurkenningu.

Árin 1989-91 var Rannveig ráðin einsöngvari við Ríkisóperuna í Vín (Wiener Staatsoper). Hún tók þátt í fjölda óperusýninga í ýmsum hlutverkum undir stjórn heimsþekktra stjórnenda svo sem Herbert von Karajan, Sir Georg Solti, Claudio Abbado, Vaclav Neuman og Nicholaus Harnoncourt.

Síðan 1988 hefur Rannveig oftsinnis komið fram bæði á Páska- og sumarhátíðinni í Salzburg (Salzburger Festspiele). Hún hefur einnig komið fram víða sem gestasöngvari, síðast sem “Süsses Mädel” í “Der Reigen” eftir P. Boesmans í uppfærslu konunglegu óperunnar í Brüssel (Theatre Royal de la Mounaie).

Rannveig Fríða hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur (CD) og sungið víða í útvarp og sjónvarp. Hún hefur tekið virkan þátt í tónleikahaldi á Íslandi, tekið þátt í óperusýningum Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar, sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og haldið fjölda einsöngstónleika.


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.11.2013