Jón Halldórsson 04.07.1797-05.12.1858

Stúdent úr heimaskóla 1815 með mjög góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur sr. Sæmundar Hálfdanarsonar, fóstra síns, í Fljótshlíðarþingum og fékk prestakallið eftir að hann lét af störfum 17. apríl 1819. Fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 18. janúar 1842 og hélt því til æviloka. Þessi veiting þótti sérstök því hér var um að ræða besta prestakall landsins og háskólakandidötum áskilinn forgangsréttur. Jón var prófastur í Rangárþingi frá 12. febrúar 1848 til æviloka. Hafði liprar gáfur, fékk gott orð og búmaður í betra lagi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 24.

Staðir

Eyvindarmúlakirkja Aukaprestur 29.06.1817-17.04.1819
Eyvindarmúlakirkja Prestur 17.04.1819-1842
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 18.01.1842-1858

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2014