Gunnlaugur Torfi Stefánsson 29.09.1967-

Gunnlaugur Torfi nam kontrabassaleik viđ Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík. Árið 1992 hélt hann til framhaldsnáms við Konunglega Tónlistarháskólann í Antwerpen og síðar við Konunglega Tónlistarháskólann í Brussel. Að loknu framhaldsnámi árið 1999 fluttist hann heim og hefur síðan komið víða við í íslensku tónlistarlífi.

Gunnlaugur bjó um skeið á Akureyri og var þá fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kenndi við tónlistarskólann á Akureyri. Síðar fluttist Gunnlaugur til Reykjavíkur og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Caput og tangósveitinni L'amour Fou. Gunnlaugur hefur einnig leikið á barokkbassa međ Bachsveitinni í Skálholti.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 28. júlí 2009.

- - - - -

Gunnlaugur Torfi studied the double bass at the Akureyri Music School and the Reykjavík College of Music. He continued his studies at the Royal Academies of Antwerpen and Brussels. After finishing his studies in 1999, Gunnlaugur returned to Iceland and has been active in the music scene ever since.

For a while Gunnlaugur lived in Akureyri where he was a member of the North-Iceland Symphony Orchestra and taught the double bass at the Akureyri Music School. After moving to Reykjavík, he has been a freelance player with the Iceland Symphony Orchestra, the Icelandic Opera Orchestra, Reykjavík Chamber Orchestra, Caput Ensemble and the tango group L'amour Fou. Gunnlaugur has also played the baroque-double bass in the Skálholt Bach Consort.

Sigurjon Olafssonar Art Museum Summer Concerts (July 29, 2016.

Staðir

Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarnemandi -
Konunglegi tónlistarskólinn í Brussel Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Kontrabassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, kontrabassaleikari, tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.07.2016