Stefán Þorsteinsson 17.05.1762-04.07.1834

<p>Stúdent 1785. Vígðist 2. júní 1791 aðstoðarprestur í Landsþingum og fékk það brauð 18. febrúar 1794. Fékk Kross 1. október 1811. Settur prófastur í Rangárþingi frá 1807. Fékk Stóra-Núp 7. janúar 1828 og var þar til æviloka.Dugnaðarforkur og búhöldur góður, allgóður kennimaður og skyldurækinn en nokkuð harðlyndur en þó glaðlyndur og skemmtinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 342 </p>

Staðir

Fellsmúlakirkja Aukaprestur 02.06.1791-1794
Fellsmúlakirkja Prestur 18.02.1794-1811
Krosskirkja Prestur 01.10.1811-1828
Stóra-Núpskirkja Prestur 07.01.1828-1834

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.01.2014