Árni Scheving (Árni Friðrik Einarsson Scheving) 08.06.1938-22.12.2007

<p>Árni ólst upp í Reykjavík og hóf ungur að starfa sem hljómlistarmaður. Hann starfaði með öllum helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum þessa lands á öllum sviðum tónlistar. Árni var einn virtasti djassleikari þjóðarinnar og var formaður djassdeildar FÍH, auk þess sem hann var í forsvari fyrir Djasshátíð Reykjavíkur til fjölda ára. Árni var eftirsóttur hljóðfæraleikari, útsetjari og hljómsveitarstjóri og spilaði inn á ótal hljómplötur á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem víbrafón, bassa, óbó, saxófón, harmonikku, píanó og slagverk. Hann sinnti lengi trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna og var gerður að heiðursfélaga FÍH á aðalfundi félagsins í maí sl. Þar var honum þakkað ómetanlegt starf í þágu íslensks tónlistarlífs. Árni rak einnig heildverslun sem bar nafn hans og hafði hann m.a. umboð fyrir Zippó-vörur. Heildsölu sína rak hann til dánardags.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 4. janúar 2008, bls. 30.</p> <p>„... Árni lék aðallega á víbrafón, en líka á bassa, harmónikku, óbó, saxófón og píanó. Hann byrjaði að spila á víbrafón um sextán ára aldur og var fljótlega beðinn að ganga til liðs við KK-sextettinn. Í gegnum árin lék hann m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Útlendingaherdeildinni, þar sem hann og félagar hans léku klassískan djass ...“</p> <p align="right">Djassveisla í minningu Árna Scheving. Morgunblaðið 7. júní 2008, bls. 20.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1962

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Tríó Hrafns Pálssonar Harmonikuleikari
Útlendingahersveitin Víbrafónleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari , píanóleikari , saxófónleikari , tónlistarnemandi , víbrafónleikari og óbóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2020