Kristján Ó. Skagfjörð (Kristján Skagfjörð Ólafsson) 11.10.1883-26.09.1951

<p>Kristján Ólafsson Skagfjörð var fæddur 11. dag októbermánaðar 1883 í Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson Skagfjörð, verslunarstjóri í Flatey, og kona hans, Jóhanna Hafliðadóttir Eyjólfssonar í Svefneyjum. Var Kristján því af góðu bergi brotinn. Hann mun hafa alist upp við verslunarstörf í Flatey og á Patreksfirði og dvaldist þar fram undir þrítugsaldur. Þá tók hann sig upp frá æskustöðvum og hjelt til Englands. Stundaði hann þar verslunarnám í góðum skóla og lauk námi í London 1913. Eftir það starfaði hann um skeið hjá breskum verslunarhúsum, en hvarf heim árið 1916 og stofnaði umboðs- og heildverslun þá, er hann veitti jafnan forstöðu síðan til dánardægurs. Árið 1913 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Emílíu Hjörtþórsdóttur verslunarmanns á Eyrarbakka. Dóttir þeirra, Hanna, er gift Hákoni Guðmundssyni Egilssonar.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 4. október 1941, bls. 7.</p>

Staðir

Flateyjarkirkja Organisti 1898-1903

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014